top of page

Um Okkur

Síðan árið 2019 höfum við rekið hundahótelið Hamar.
Við hjónin heitum Eva Rakel Aðalsteinsdóttir fædd árið 1996 og Jóhann Jóhannesson fæddur árið 1990.

Við erum staðsett á Stóra-Hamri 1 í Eyjafjarðarsveit. Það er u.þ.b. 20 km frá Akureyri. Við störfum bæði sem bændur. Á Stóra Hamri rekum við kúabú með 40-50 kúm.
Sjálf eigum við scheffer hund fæddan árið 2015 frá Hlíðarenda ræktun.

Við bjóðum upp á dvöl fyrir alla hunda í rólegu umhverfi í sveitinni. Við erum með hundahótelið í um 30 fm upphituðu húsnæði um 50 m frá íbúðarhúsinu okkar. Þar eru við með 6 stíur og stórt afgirt útisvæði fyrir hundana. Hver stía inniheldur rúm á fótum, pullu, gólf mottu, og fóður dalla. Við erum með allan búnað á staðnum fyrir hundana svo ekki er nauðsynlegt að taka með neitt að heiman. Við ætlumst þó til að hundar séu með hálsól. Við kaupum okkar hundafóður frá Arion.

 

Við leggjum áherslu á að öllum hundum líði sem best hjá okkur. Með því að hver hundur fái þá hreyfingu, leik, athygli og ást sem hann þarf á að halda. Hundarnir fá útiveru allir saman í hundagerðinu fjórum sinnum á dag 30-40 mín í senn alla daga. Inn á milli fá þeir hvíld of matargjafir.

bottom of page